UM APOTEK

Apotek kitchen +bar er staðsettur á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16.

Við erum “casual/smart” staður þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi.

Matseðillinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi smárétta er á matseðlinum sem mælt er sérstaklega með að gestir smakki og njóti saman.

Á Apotekinu er lifandi kokteilbar þar sem verðlaunaðir „apótekarar“ hrista saman spennandi kokteila – við allra hæfi – örvandi, róandi og jafnvel verkjastillandi.

Hönnun staðarins var í höndum Leifs Welding & Brynhildar Guðlaugsdóttur. Útgangspunkturinn var að halda heiðri hússins á lofti og gera byggingunni og sögu hennar hátt undir höfði. En á sama tíma að skapa nútímalegt, skemmtilegt og afslappað andrúmsloft. Langstærstur hluti húsgagna og innréttinga voru einnig hannaðir af tvíeykinu og smíðaðir á Íslandi.

Eldhúsið

Matreiðslumeistarinn Mónika Sif Gunnarsdóttir ræður ríkjum í eldhúsi Apoteksins ásamt öflugu liði fagmanna.

 

Jafnréttis- og jafnlaunastefna Apotek kitchen + bar

 

 

 

Skildu eftir svar