Matarveisla Food and Fun verður haldin í Reykjavík dagana 12.-16. mars 2025.
Apotekið er eins og fyrri ár stoltur þátttakandi í hátíðinni og við erum gríðarlega spennt að fá í eldhúsið
Michelin matreiðslustjörnuna Ana Dolores González
MATSEÐILL
Risahörpuskel
með vanillusalti, sítrónute-sósu, engifer og grænum chili
Tígrisrækju og reykt plantain aguachile
með kókos, túrmeriki og reyktum osti
Ribeye í ríku sveppasoði
með reyktum maís, gulum sætkartöflum, ristuðum lauk, chicatana-majonesi,
salsa macha og rauðkáli
Humar og kartöflu enchilada
með pipián-sósu, egg swiss chard salati, hoja santa chimichurri,
crème fraîche og avókadólaufdufti
Kolagrilluð lambakóróna
með kaffímole, karmelluðum blaðlauk og skalottlauk
Eftirréttur
Kókoshrísgrjónakróketta
með jarðarberjum, vanillu, pixtle og kókosís
Verð 13.900 kr. á mann
Seðilinn er í boði frá kl. 17.00.
Ana Dolores González
Ana er margrómaður Mexíkóskur matreiðslumaður sem er þekkt fyrir nýstárlega nálgun á hefðbundið mexíkóskt eldhús.
Sem meðeigandi og yfirmatreiðslumaður Esquina Común in Mexíkó borg umbylti hún litlu einföldu “eatery”,
upprunalega opnað í íbúðarhúsnæði, í veitingahús með Michelin stjörnu.
Þar blandar hún meistaralega saman mexíkóskum og spænskum matreiðsluhefðum.
Árstíðarbundin hráefni úr nærumhverfinu eru áberandi sjö rétta smakkseðlinum á staðnum sem í sífelldri þróun og hefur vakið heimsathygli.