Kokteil workshop

img_2122_fb_cover_851x315

 

Í haust höldum við áfram með skemmtilegu kokteila workshopin okkar – þar sem þátttakendur læra að búa til kokteila á einfaldan hátt og para kokteila með mat.

Námskeiðin eru gríðarlega vinsæl og fullkomin fyrir bæði einstaklinga og hópa.

Um námskeiðin sjá margverðlaunaðir kokteilbarþjónar Apoteksins Jónas Heiðarr og Orri Páll sem báðar hafa hreppt sigurinn í World Class barþjónakeppninni á Íslandi.

Munu þeir bæði kenna réttu handtökin við gerð klassískra kokteila og leyniblöndurnar bak við verðlaunakokteila Apoteksins.

Smakkaðir eru kokteilar með réttum frá Apotekinu og farið yfir galdurinn að para saman kokteila og mat til að gera góða veislu enn betri.

 

Réttir sem við smökkum…

BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA
Hægelduð bleikja, yuzu mayo, trufflu mayo, stökkt quinoa, epli

ÖND&VAFFLA
Hægeldað andalæri, karamelluseruð epli, belgísk vaffla, maltsósa

KOLKRABBI
Grillaður og reyktur kolkrabbi, avókadó, íslenskir kirsuberjatómatar, sýrður laukur, chipotle may

TÍGRÍSRÆKJA
Pönnusteikt tígrisrækja, steikt hvítlauks-mayo, paprikusósa, grænbauna og avókadó purée

LAMBA RUMP STEIK
Gulrótarpurée, gulrætur, blómkál, vorlkaukur, svart-hvítlaukssósa

 

Námskeiðin verða haldin á fimmtudögum, milli klukkan 16 og 18, og kosta 7.900 kr. á mann.
Aldurstakmark er 20 ár.

 

Dagsetningar:

02. maí – uppselt
16. maí – uppselt
30. maí – uppselt

 

Nýjar dagsetningar komnar í sölu !

05. september
19. september

03. október
17. október
31. október

14. nóvember
28. nóvember

Skráning og miðasala fer fram á midi.is á linknum hér fyrir neðan:

https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10925/Kokteil_Workshop_Apoteksins

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 551-0011.